Mest selda kaffið á kaffihúsum Te & Kaffi. Dökkristuð og kröftug blanda frá þremur heimsálfum með náttúrulegum súkkulaðikeim í góðu jafnvægi við kryddað bragðið. Hentar vel sem espresso og sem kröftugt uppáhellt kaffi.Lífrænar umbúðir og umhverfisvæn kaffibrennslaUmbúðirnar frá Te & Kaffi eru lífrænar og flokkast því í lífrænu tunnuna. Te & Kaffi ristar allt sitt kaffi á umhverfisvænan hátt með metangasi en metangas verður til úr lífrænum heimilisúrgangi. Te & Kaffi er því hægt og rólega að færa sig yfir í hringrásarhagkerfið en með þessari aðgerð núllast út nánast öll bein kolefnislosun á vegum Te & Kaffi á Íslandi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun