Þjölin frá Microplane er fyrir löngu orðin ómissandi í eldhúsum og hnífatöskum atvinnu- jafnt sem áhugakokka. Enda finnst okkur ekkert áhald betra þegar kemur að því að rífa sítrusbörk, harðan ost, hvítlauk eða engifer.
Rifjárnið er laserskorið úr ryðfríu stáli og er flugbeitt. Það tryggir að hráefnið er rifið af nákvæmni án þess að rifna eða kremjast og engin þörf er á að beita afli.
Handfangið er hannað með vinnuhagræði í huga, það er mjúkt viðkomu og verður ekki sleipt. Neðst á þjölinni eru svo litlir plastfætur svo þjölin rennur ekki til sé henni tyllt niður.
Þjölin kemur með plasthulstri (má ekki fara í uppþvottavél) sem gott er að nota til að hlífa rifjárninu þegar það er ekki í notkun.
Við mælum með því að þjölin sé þvegin undir rennandi vatni strax eftir notkun og henni leyft að þorna hangandi en hún þolir líka þvott í uppþvottavél.
Vörumerki | Microplane |
---|---|
Efniviður | Stál og Sílikon |
Litur | After dark |
Stærð | 32,5 cm. |
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun