Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Jura bollahitari
Kaffibarþjónar mæla með því að forhita postulínsbolla. Það er vegna þess að þegar nýlagað kaffi
flæðir í kaffibollann þá lækkar hitastig á kaffi, um leið, um allt að 10°C.
Bragð og ilmur af kaffi nær einungis að njóta sín í bollanum við rétt hitastig. Þessi hagnýti og litli
bollahitari er fullkomin viðbót við Jura kaffivélina þína.

Einföld, flott og nett hönnun
Málsetningar bollahitarans eru aðeins 13.9 x 19.9 x 25.8 cm og passar hann því auðveldlega á flesta staði.
Bollahitarinn er einföld og fáguð viðbót við hvaða sjálfvirku kaffivél sem er, og það eina sem þarf til þess
að hefja notkun er að kveikja á On/Off takkanum.

Þægileg geymslulausn 
Rúmtak bollahitarans hentar fyrir átta espresso bolla (Ø 57 mm), sex kaffibolla (Ø 66 mm) eða
fjóra cappuccino bolla (Ø 90 mm) og hentar hann því einkar vel til heimilisnota.

Fullkomið hitastig bolla
Í bollahitaranum er kaffibollunum haldið við stöðugt hitastig, í kringum 55°C. Lokið kemur í veg fyrir
varmatap úr bollunum, sem sparar orku. Með forhituðum bollum við fullkomið hitastig,
munu kaffidrykkirnir bragðast jafnvel enn arómatískari en þeir hafa gert hingað til -
hvort sem um ræðir eldheitan espresso eða kremaðan cappuccino.

Notendaleiðbeiningar

Hitastig           55°C.
Rúmtak           8 espressobollar, 6 kaffibollar, 4 cappuchinobollar.
Hæð               19,9 cm. 
Breidd            13,9 cm.
Dýpt               25,8 cm.
Heildarafl        13 W.
Spenna           220 - 240 V.
Þyngd             1,1 kg.
Rafmagnssnúra 1,1 m. 

Skráðu þig inn til að sjá verð

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun