Helstu eiginleikar
Stillanlegar grindur – Vandlega hannað innvols
Innvols uppþvottavélarinnar er byggt upp á þremur grindum, sem veitir ótrúlegan sveigjanleika til að mæta öllum þínum þörfum varðandi hleðslu. Hreyfanlegir hlutar grindanna eru auðkenndir með öðrum lit fyrir einfalda hleðslu. Auðvelt er að koma stórum diskum, pottum og pönnum fyrir í neðstu grindinni með því að fella hluta diskarekkanna niður. Í efstu grindinni er hægt að raða hnífapörum og áhöldum með góðu millibili fyrir frábær þrif og þurrkun. Miðgrindin er á hljóðlátum útdraganlegum brautum og mögulegt er að koma misháu leirtaui fyrir með því að færa hluta efstu grindarinnar til. Öll smáatriði eru vandlega úthugsuð til að auðvelda notkun.
TotalDry – Fullkomlega þurrt leirtau
Njóttu fullkomlega þurra diska og sparaðu á sama tíma allt að 20% orku. Að þvottakerfi loknu opnast hurð uppþvottavélarinnar sjálfkrafa. Örlítil rifa myndast, án þess þó að hætta skapist á að innréttingin verði fyrir rakaskemmdum. Ferskt loft kemur kemst inn í vélina sem skilar sér í enn betri þurrkun. Óþarfi er að handþurrka diskana upp úr uppþvottavélinni, þannig að þú getur þess í stað notið þess að slaka á eftir máltíðir.
Auto kerfi – skynjarar mæla grugg í skolvatni
Þvottakerfi sem sparar allt að 50% orku með því einfaldlega að mæla hversu óhreint leirtauið er. Sérstakir skynjarar skynja grugg í skolvatninu og aðlaga bæði tímalengd þvottar og hitastig vatnsins á bilinu 45° - 65°C. Sökum þessa er Auto þvottakerfið alltaf ákjósanlegasta og sparneytnasta leiðin til að þvo leirtauið.
Hraðþvottur – áhrifaríkt og hraðvirkt
Hannað fyrir daglega notkun, fyrir leirtau með örlítið þurrum matarleifum. Þvottakerfið vinnur á 65°C og er klárar á 1 klukkustund.
ConnectLife – "Allt varðandi uppþvottavélina við fingurgómana"
Einfaldaðu lífið og vertu með alla möguleika til að stjórna og athuga stöðu uppþvottavélarinnar með appi í símanum. Þú færð upplýsingar um stöðu vélarinnar, færð tilkynningar þegar þvottakerfi er lokið og getur sett þvottakerfi í gang - allt fyrir auðveldari og hraðvirkari stjórnun hvaðan sem er.
LED stöðuljós – Alltaf með fulla stjórn
Sérstakt LED ljós sem er staðsett á neðri hluta hurðar uppþvottavélarinnar, gefur til kynna hvar uppþvottavélin er stödd í þvottakerfinu. Þannig veistu alltaf hvort uppþvottavélin er í gangi eða hvort þvottakerfinu er lokið.
Total AquaStop – óþarfi að hafa áhyggjur af vatnsleka
AquaStop vatnslekavörn veitir þér hugarró þegar uppþvottavélin er í gangi á nóttunni og í þinni fjarveru. AquaStop lokar sjálfkrafa á vatnsinntöku ef vart verður við leka, og dælir vatninu sem er til staðar út úr vélinni. AquaStop virkar að fullu leiti yfir allan líftíma tækisins.
Fylgiskjöl
Tæknilegar upplýsingar
Almennar upplýsingar | |
Vöruflokkur | Uppþvottavélar |
Gerð | 100% innbyggð |
Vörulína | Advanced Line |
Breidd | 60 cm |
Stjórnborð | Snertitakkar |
Útlit stjórntakka | Tákn - enska |
Eiginleikar | |
WiFi - stjórnun með snjalltækni | Já |
Sjálfvirk hurðaropnun | Já |
Stöðuljós sem segir til hvort þvottakerfi sé lokið | LED ljós neðan á hurð |
Gefur til kynna að þvottakerfi sé lokið | Ljós - hljóðmerki |
Lætur vita þegar vantar gljávökva og salt | Já |
Þvottakerfi | |
Auto | Já |
ECO | Já |
Hraðþvottur - 1 klst | Já |
Öflugur þvottur | Já |
Glasaþvottur | Já |
Hreinlæti | Já |
Næturþvottur | Já |
Mögulegt að búa til sérsniðin notendakerfi | Já |
Sjálfhreinsikerfi | Já |
Hitastig þvottakerfa í °C | 40/45/50/55/60/65/70 |
Valkostir þvottakerfa | |
Tímaseinkun | 0 - 24 klst |
Hraðþvottur - styttir þvottatíma | Já |
TotalDry - extra þurrkun og hurðaropnun | Já |
Innrétting - Innvols | |
Tekur boðrbúnað fyrir | 16 manns |
Fjöldi grinda | 3 |
Hnífaparagrind | Já |
Efri grind hæðarstillanleg | Já |
Bollahaldarar | Já |
Hráefni þvottaarma | Plast |
Innra byrði | Ryðfrítt stál |
Orkunýting | |
Orkunýtingarflokkur | C |
Hljóðstyrkur | 42 dB (A) |
Flokkur hljóðstyrks | B |
Vegin orkunotkun á 100 þvottalotur | 76 kWh |
Vatnsnotkun á þvottalotu | 9,6 L |
Orkunotkun í biðstöðu | 0,49 W |
Hámarkshiti á vatnsinntaki | 70 °C |
Mótor | Inverter PowerDrive mótor |
Tímalengd ECO þvottakerfis | 200 mín |
Öryggi | |
Vatnslekavörn | Total AquaStop |
Gaumljós gefur til kynna hvenær þjónustu er þörf | Já |
Tæknilegar upplýsingar | |
Tækjamál (BxHxD) | 59,8 x 81,6 x 55,5 cm |
Mál umbúða (BxHxD) | 64,0 x 88,0 x 66,5 cm |
Innbyggimál (BxHxD) | 60,0 x 82,0 x 55,5 cm |
Nettóþyngd | 31,5 kg |
Brúttóþyngd | 33,5 kg |
Heildarafl | 1.900 W |
Spenna | 220 - 240 V |
Rafstraumur - Amper | 10A |
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun