Cellini Crema E Aroma er 80% Arabica baunir og 20% Robusta baunir. Baunirnar eru dökkristaðar og bera með sér einstaklega bragðmikinn keim af karamellu og súkkulaði. Fyllingin í þessari blöndu er með eindæmum silkimjúk, „creman“ sem kemur á kaffið er þétt og mikil og hentar hún í alla kaffidrykki. Þessi blanda er ein sú vinsælasta á Ítalíu.Tostatura Lenta / Kaffibaunaristun::Allar baunategundir sem frá Cellini koma eru ristaðar eftir þessari aðferð, en hún felur í sér að baunirnar eru ristaðar á mjög mjúkan og hægan hátt í tromlu. Ferlið fer fram við 210-220°hita og tekur um 14-16 mínútur. Þessi aðferð tryggir að allar baunirnar ristast á jafnan hátt, sem síðar skilar sér í hárnákvæmum og jöfnum gæðum.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun